Spurningar og svör

Er gert ráð fyrir uppþvottavél í eldhúsi?

Já, það er gert ráð fyrir uppþvottavél en hún fylgir ekki með í kaupunum.

Er hægt að tengja þvottavél á baðherbergi?

Já, það er gert ráð fyrir þvottavél.

Er bílakjallari?

Já, það verður opinn bílakjallari fyrir hluta af íbúðunum. 3ja herbergja íbúðir eru með merkt bílastæði í bílakjallara.
Stúdíó og 2ja herbergja íbúðir hafa aðgang að bílastæðaplani ofan á bílakjallara sem eru ekki sérmerkt.

Er salurinn í Árskógum 7 fyrir bæði húsin?

Samkomusalurinn í Árskógum 7 er ætlaður fyrir íbúa bæði í Árskógum 5 og 7

Er hjólaviðgerðaraðstaða Árskógum 5 fyrir bæði húsin?

Hjólaviðgerðaraðstaðan í Árskógum 5 er ætlaður fyrir íbúa bæði í Árskógum 5 og 7

Er lyfta?

Já lyfta er í bæði Árskógum 5 og 7

Er hunda- og kattahald leyft?

Reglur um dýrahald taka mið af 33. gr. laga um fjöleignarhús. Þegar um er að ræða íbúa sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang þá þarf samþykki 2/3 hluta íbúa. Íbúðir sem eru á jarðhæð þurfa að fá samþykki hjá þeim íbúðum sem deila sama gang.