Sala er hafin á Árskógum 5-7. Umsóknarfrestur er til 4. október nk.

Viðtal við arkitekta verkefnisins þau Aðalheiði og Falk hjá A2F Studio og Hlyn Örn Björgvinsson sem heldur utan um verkstýringu nýframkvæmda hjá Búseta.

Búið er að opna fyrir umsóknir á 65 búseturéttum við Árskóga 5-7. Umsóknarfrestur er til kl. 23:30 sunnudaginn 4. október nk.

Úthlutun fer fram 5. og 6. október. Til að geta sótt um íbúð þarf viðkomandi að vera félagsmaður í Búseta. Hægt er að skrá sig í félagið hér: GERAST FÉLAGI

Íbúðir í nýbyggingum Búseta eru auglýstar á föstu verði og félagsnúmer ræður röð umsækjenda.

Á sérstökum kynningarvef fyrir verkefnið arskogar.buseti.is má finna nánari upplýsingar um verkefnið, teikningar og verðlista.

Hér má sjá viðtal við arkitekta verkefnisins þau Aðalheiði og Falk hjá A2F Studio og Hlyn Örn Björgvinsson sem heldur utan um verkstýringu nýframkvæmda hjá Búseta.