Búseti byggir minni íbúðir í samræmi við þarfir

Bú­seti er nú að hefja bygg­ingu á 72 íbúðum við Árskóga í Mjódd og tóku Dag­ur B. Eggerts­son borg­ar­stjóri og Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri Bú­seta, fyrstu skóflu­stung­una að fjöl­býl­is­hús­unum fyrir helgi

Búseti er nú að hefja byggingu á 72 íbúðum í Árskógum í Mjóddinni og tóku Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Bjarni Þór Þórólfsson, framkvæmdastjóri Búseta, fyrstu skóflustunguna að fjölbýlishúsunum fyrir helgi.

Í Árskógum 5-7 byggir Búseti 72 íbúðir í tveimur byggingum. Um er að ræða fjölbýli með stúdíóíbúðum og tveggja og þriggja herbergja íbúðum. Við hönnun var horft til þess hafa íbúðirnar í minna lagi þar sem hver fermetri er vel nýttur og mæta þær þannig óskum félagsmanna.

Húsin eru vel staðsett hvað varðar samgöngur og munu íbúar njóta góðs af fjölbreyttri þjónustu í næsta nágrenni. Í nýbyggingum Búseta er gætt að áherslum samtímans í hönnun hvað varðar reiðhjól og rafhleðslur fyrir bíla. Búseti hefur samið við Jáverk um byggingu húsanna. Framkvæmdir hefjast á næstu dögum og er áætlað að íbúðirnar verði tilbúnar á miðju ári 2021. A2F arkitektar eru aðalhönnuðir verkefnisins.

Búseti mun auk þessa afhenda tuttugu nýjar íbúðir við Skógarveg í Fossvogsdal í lok þessa árs. Á Keilugranda í Vesturbæ Reykjavíkur byggir félagið 78 íbúðir sem verða afhentar á miðju næsta ári og þá er einnig hafin hönnun fjölbýlis með 30 íbúðum í Bryggjuhverfi.